Kílómarkaður

Fór inn á kílómarkað í dag, fer ekki oft i spútnik eða verslanir með gömul föt en hef gert það af og til því ég hef gaman af svona gömlum týpum en vil hafa þetta svoldið i bland….oftast þegar ég fer finn ég ekkert sem mér finnst fallegt en í dag leið mér eins og ungling á jólunum …
Hver flíkin sem ég mátaði passaði og allt svo fallegt ég gekk út með fjóra kjóla fyrir 2900kr og já ég hefði vel getað keypt 3 kg af fötum en ákvað að halda mér við hálft.

svo eru jólin framundan svo nóg er fyrir stafni þennan mánuð.